Fyrstu útgönguspár í þingkosningunum í Bretlandi benda til þess að enginn flokkur nái hreinum meirihluta. Fari svo, verður samsteypustjórn mynduð í landinu í annað skipti frá stríðslokum.

Samkvæmt útgönguspá á Sky sjónvarpsstöðini nú klukkan 21 skiptast þingsætin þannig: Íhaldsflokkurinn fengi 314 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 266 þingsæti, Skoski þjóðarflokkurinn 34 sæti, Frjálslyndir demókratar 14 þingsæti og minni framboð samtals 22 þingsæti.

Íhaldsflokkurinn tapar þannig við sig 17 þingsætum, en Verkamannaflokkurinn bætir við sig 34 þingsætum.

Vantar Íhaldsflokkinn 12 þingsæti til að ná hreinum meirihluta.

Verði þetta úrslitin verður það að teljast ósigur fyrir Theresu May forsætisráðherra Bretlands sem veðjaði á að flýta kosningum þegar Íhaldsflokkurinn var með afgerandi forskot í skoðanakönnunum.

Hefur gengi breska pundsins fallið um 1,5% gagnvart dollara frá því að útgönguspáin kom út.