*

mánudagur, 28. maí 2018
Innlent 11. janúar 2017 20:00

Gadus til sölu

Icelandic Group hefur tekið ákvörðun um að selja Gadus í Belgíu, félag sem sérhæfir sig í vinnslu og sölu á sjávarafurðum.

Ritstjórn
Skrifstofa Gadus í Belgíu
Aðsend mynd

Árið 2012 fjárfesti Icelandic Group í félaginu Gadus í Belgíu. Félagið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum og verkar talsvert af hráefnum frá Íslandi.

Stjórn Icelandic Group hefur þó tekið ákvörðun um að selja félagið og hefur Íslandsbanki verið ráðinn til þess að sinna söluferlinu.

Ekki er vitað um verðmiðann sem Icelandic Group hefur sett á félagið. Árið 2016 námu tekjur Gadus um 11 milljörðum króna og þá voru seld 7000 tonn af afurðum.