Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að jafnt verði á mununum í grísku þingkosningunum sem fara fram 20. september næstkomandi. Fylgi stjórnarflokksins Syriza hefur fallið verulega síð­ ustu daga og mælist nú með 23% fylgi. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hinn hægrisinnaði flokkur Nýtt lýðræði, mælist með 22,6%.

Í frétt Bloomberg er haft eftir stjórnmálaskýrandanum Wolfgango Piccoli að besta hugsanlega niðurstaða kosninganna miðað við núverandi stöðu sé samsteypustjórn sem mjög fljótlega eigi eftir að lenda í vandræðum með að skila þegnum landsins stöðugleika og betri stjórnarháttum. Versta hugsanlega niðurstaðan sé aftur á móti sú að engin raunveruleg nið­ urstaða fáist og að kosið verði á nýjan leik fyrir árslok.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .