Mikil umræða er um fasteignaverð þessa dagana. Óvissa er um hversu margar íbúðir koma inn á markaðinn í ár og jafnframt er óvissa um hversu mikið verður byggt á næstu árum. Það er því erfitt fyrir greiningaraðila að spá fyrir um verðbreytingu á húsnæði. Allir eru þó sammála um að verðið muni hækka.

Mikil hækkun fyrstu tvo mánuði 2017

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,5% í febrúar og 1,8% í janúar. Síðustu 12 mánuði nemur hækkunin 18,6%. Verðbólga fyrstu tvo mánuðina var aðeins 0,13% fyrstu tvo mánuði ársins.

Almar Guðmundsson sagði í gær að ólíklegt sé að jafn­vægi verði komið á fasteignamarkaðinn á næstu árum.

Það þýðir að fasteignaverð mun halda áfram að hækka. Greiningardeildir bankanna hafa ekki enn birt uppfærðar spár fyrir árið 2017. Greiningadeild Arion banka sagði í lok febrúar að fasteignaverð hækki að minnsta kosti til 2019. Greiningardeildin spáði 14% hækkun fyrir árið í lok janúar.

Enn meiri hækkun í febrúar

Ef hækkanir í janúar og febrúar eru reiknaðar á ársgrundvelli er niðurstaðan 26,5% hækkun, eða mun hærri en spá Arion banka. Spáin birtist áður en tölur fyrir janúar lágu fyrir. Hækkunin í febrúar nam hins vegar 29,7% á ársgrundvelli.

Fasteignaverð hækkaði um 30% árið 2005

Mesta hækkun fasteignaverðs frá 1995 var árið 2005. Þá hækkaði það um 30%. Sérbýli hækkaði mun meira eða um 38,5% það ár. Fjölbýli hækkaði hins vegar um

Því er hugsanlegt að fasteignaverð hækki  20-30% í ár en ekki 14% eins og greiningadeild Arion banka spáði í lok janúar.