*

laugardagur, 19. janúar 2019
Innlent 25. apríl 2018 13:58

Gætu eignast fjórðung í Korta á ný

Gunnar M. Gunnarsson og Jóhannes Ingi Kolbeinsson, gætu eignast 481 milljónir í Kortaþjónustunni sem sérstakir ráðgjafar.

Ritstjórn
Jóhannes Ingi Kolbeinsson var framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar þegar viðskiptin áttu sér stað.

Félög í eigu Gunnars M. Gunnarssonar fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, og Jóhannes Inga Kolbeinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins og konu hans, gætu eignast fjórðungshlut i Kortaþjónustunni á ný.

Gunnar og Jóhannes Ingi eru meðal fyrrverandi eigenda fyrirtækisins, en að því er Fréttablaðið greinir frá hefur Kortaþjónustan samþykkt að gefa út nýtt hlutafé fyrir ríflega 481 milljón krónur til að efna til áskriftarréttinda handa félögum í þeirra eigu, sem heita Gikkur og Ortak.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá keypti Kvika og hópur fjárfesta kortaþjónustuna á eina krónu í lok síðasta árs, en þá var um leið samið um að hinir fyrrverandi eigendur gætu mögulega eignast kauprétt og hlut í félaginu á ný. Kvika lagði í félagið 1,5 milljarð króna, til að hindra gjaldþrot félagsins sem stjórnendur þess höfðu einmitt þvertekið fyrir að væri yfirvofandi.

Það þýðir hlutafjáraukningin myndi tryggja hinum fyrrvarandi eigendum, sem nú eru titlaðir sem sérstakir ráðgjafar félagsins, um fjórðungshlut í því. Viðskiptablaðið hefur einnig fjallað um að Kortaþjónustan hefur krafið keppinauta sína hér innanlands um milljarð króna í bætur vegna samkeppnislagabrota.

Fleiri fréttir um málefni Korta: