*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Erlent 1. september 2016 19:00

Gætu sagt upp 7000 starfsmönnum

Walmart gæti sagt upp 7000 starfsmönnum á næstu mánuðum. Smásölurisinn er stærsti vinnuveitandi Bandaríkjanna.

Ritstjórn
Walmart

Smásölurisinn Walmart gæti sagt upp allt að 7000 starfsmönnum. Þetta kemur fram á fréttasíðu BBC. Í sumar prufaði félagið nýtt bókhaldskerfi, sem auðveldar reksturinn til muna.

Walmart, sem er stærsti vinnuveitandi Bandaríkjanna, hefur þó reynt að beina starfsmönnum sínum í annarskonar störf, sem snúa frekar að þjónustu við viðskiptavini.

Ef til uppsagnanna kemur, verður þeim dreift yfir næstu mánuði. Starfsmönnum sem sagt verður upp, munu þó hafa forgang á önnur störf innan fyrirtækisins.

Walmart, hefur staðið í deilum við verkalýðsfélög undanfarin ár, og hækkaði nýlega lágmarkslaun félagsins upp í 10 dali á klukkustund. Fyrirtækið hefur í kjölfarið ráðist í umfangsmiklar aðgerðir sem eiga að gera reksturinn hagkvæmari og skilvirkari.

Stikkorð: Bandaríkin Walmart Bandaríkin Störf