*

föstudagur, 22. júní 2018
Innlent 14. september 2014 08:10

Gaf fjölskyldunni hundruð milljóna

Jón Stephenson von Tetzchner gaf vandamönnum hlutabréf í Opera Software.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Jón Stephenson von Tetzchner.
Haraldur Guðjónsson

Frumkvöðullinn Jón Stephenson von Tetzchner hefur komið með rúma þrjá milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Hann hefur ekki áhyggjur af tapi í þeim sprotafyrirtækjum sem hann hefur fjárfest í upp á síðkastið.

Jón vann um fjögurra ára skeið hjá norska landssímanum og vann þar m.a. að þróun vafrans MultiTorg Opera. Ríkissíminn hætti við verkefnið. Jón og samstarfsfélagi hans við verkefnið tryggðu sér réttindi að verkinu og stofnuðu hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software árið 1995. Afraksturinn var vafrinn Opera. Jón var forstjóri Opera Software og með stærstu hluthöfum.

Hann ákvað árið 2008 að gefa vandamönnum sínum hér og í Noregi hlutabréf í fyrirtækinu og nam verðmæti gjafarinnar þá 460 milljónum króna. Jón steig úr forstjórastólnum árið 2010 og hóf þá að selja eignarhluti sína í Opera Software. Á þeim tíma átti hann 15% hlut í Opera Software og má ætla að markaðsverðmæti þeirra hafi numið um 6 milljörðum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.