*

fimmtudagur, 21. mars 2019
Innlent 14. febrúar 2018 08:22

Gáfu út 4,8 milljarða skuldabréf

Lánasjóður sveitarfélaga og Garðabær fengu tæplega 6,7 milljarða tilboð í skuldabréfaútgáfu sína síðustu vikuna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eftirspurn eftir skuldabréfum sveitarfélaga og þeim tengdum sé góð um þessar mundir að því er IFS Greining bendir á. Hefur Lánasjóður sveitarfélaga gefið út skuldabréf fyrir tæpa 3 milljarða og Garðabær fyrir 1,8 milljarða á síðustu dögum, samtals 4,78 milljarða. Alls bárust tilboð í bréfin fyrir um 6,68 milljarða króna.

Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði í gær. Góð eftirspurn var í útboðinu en alls bárust tilboð fyrir um 4,5 milljarða króna. Í LSS34 bárust tilboð fyrir 2,47 milljarða á bilinu 2,3%-2,81% en tekið var tilboðum fyrir 1,87 milljarða á 2,42%. 

Í LSS55 bárust tilboð fyrir 2,11 milljarða króna á bilinu 2,42% til 2,88% en tekið var tilboðum fyrir 1,11 mailljarða á 2,49% kröfu. IFS sendi frá sér greiningu í gær um að líklegt álag á bilinu 2,3-2,4%. 

Garðabær lauk skuldabréfaútboði á mánudaginn var en nýr flokkur var í boði GARD 160238. Alls bárust tilboð fyrir 2,1 milljarða á bilinu 2,45% til 2,65% en tekið var tilboðum að fjárhæð 1,8 milljarða á 2,64% kröfu.