Eftirspurn eftir skuldabréfum sveitarfélaga og þeim tengdum sé góð um þessar mundir að því er IFS Greining bendir á. Hefur Lánasjóður sveitarfélaga gefið út skuldabréf fyrir tæpa 3 milljarða og Garðabær fyrir 1,8 milljarða á síðustu dögum, samtals 4,78 milljarða. Alls bárust tilboð í bréfin fyrir um 6,68 milljarða króna.

Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði í gær. Góð eftirspurn var í útboðinu en alls bárust tilboð fyrir um 4,5 milljarða króna. Í LSS34 bárust tilboð fyrir 2,47 milljarða á bilinu 2,3%-2,81% en tekið var tilboðum fyrir 1,87 milljarða á 2,42%.

Í LSS55 bárust tilboð fyrir 2,11 milljarða króna á bilinu 2,42% til 2,88% en tekið var tilboðum fyrir 1,11 mailljarða á 2,49% kröfu. IFS sendi frá sér greiningu í gær um að líklegt álag á bilinu 2,3-2,4%.

Garðabær lauk skuldabréfaútboði á mánudaginn var en nýr flokkur var í boði GARD 160238. Alls bárust tilboð fyrir 2,1 milljarða á bilinu 2,45% til 2,65% en tekið var tilboðum að fjárhæð 1,8 milljarða á 2,64% kröfu.