Áætlanir Verne Global gera ráð fyrir því að afkastageta gagnavers félagsins í Reykjanesbæ verði allt að 120 megavött á næstu árum. Þetta segir Isaac Kato, einn stofnenda og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Verne Global.

Samkvæmt upplýsingum í seinustu ársskýrslu Landsvirkjunar borgar gagnaversiðnaður öllu hærra verð fyrir raforku en önnur stóriðja.

„Við höfum auglýst raforkuverð upp á 43 Bandaríkjadali á megavattstund sem gagnaver virðast áhugasöm um að tryggja sér aðgang að,“ sagði Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, í samtali við Viðskiptablaðið þann 18. september síðastliðinn.

Miðað við upplýsingar í síðustu ársskýrslu Landsvirkjunar er meðaltalsverð til stóriðju á borð við álvera og járnblendiverksmiðja 25,8 dalir á megavattstund og því ljóst að talsverður munur er á raforkuverði til stóriðju annars vegar og gagnaversiðnaðar hins vegar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .