*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 22. júlí 2015 11:20

Gagnrýna breytingar á mjólkurverði

Samtök verslunar og þjónustu segja brýnt að verðlagning mjólkur lúti sömu lögmálum og verðlagning annarrar vöru.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) gagnrýna og lýsa miklum vonbrigðum með þá ákvörðun verðlagsnefndar búvara að hækka heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum frá og með 1. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Þar segir að ákvörðunin komi á afar viðkvæmum tíma í kjölfar erfiðra kjarasamninga þar sem markmiðið sé að færa launafólki í landinu verulega kaupmáttaraukningu. Forsendan fyrir því að það markmið náist sé að unnt verði að halda aftur af hækkunum á vöru og þjónustu.

„Sú hækkun sem nú hefur verið ákveðin á þeirri nauðsynjavöru sem mjólk og mjólkurvörur eru, er til þess fallin að tefla í tvísýnu að markmið kjarasamninganna náist, sérstaklega sker í augu sú gífurlega hækkun sem hefur verið ákvörðuð á smjöri, eða um 11,6%.,“ segir í tilkynningunni.

Þá segja samtökin að einnig sé afar óheppilegt þegar svo langt líði á milli verðbreytinga á mjólk, en síðasta breyting átti sér stað 1. október 2013. Áhrif slíkra breytinga verði mun meiri en ella þegar svo langt líði á milli.

„Þessi ákvörðun varpar þó fyrst og síðast ljósi á það sérstaka kerfi sem notað er til að ákvarða heildsöluverð á mjólk, þar sem það er á valdi opinberrar nefndar að ákvarða slíkt. Að mati samtakanna er brýnt að verðlagning þessarar vöru lúti sömu lögmálum og verðlagning annarrar vöru.,“ segir að lokum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim