*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 12. maí 2017 09:39

Gagnrýni Herdísar sögð misskilningur

Stjórn VÍS segir gagnrýni Herdísar Fjeldsted hljóta að byggja á misskilningi því hún hafi ekki sótt stjórnarfundi eftir að hún hætti.

Ritstjórn

Stjórn VÍS segist í yfirlýsingu sem það sendi frá sér telja sig knúna til að koma á framfæri upplýsingum vegna frétta um sölu stórra hluthafa á hlutum í félaginu.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hafa þrír stórir lífeyrissjóðir minnkað hluti sína í fyrirtækinu í kjölfar deilna núverandi og fyrrverandi stjórnarformanna fyrirtækisins, sem fjallað hefur verið um áður.

Í yfirlýsingu VÍS segist stjórnin leggja ríkja áherslu á að fylgja lögum og öðru sem tryggi góða stjórnarhætti. Segir stjórnin að ekki verði betur séð en gagnrýni Herdísar D. Fjeldsted fyrrum stjórnarformanns byggi á ágiskunum og segja hana koma stjórninni á óvart.

Bendir stjórnin á að hún hafi aldrei setið stjórnarfund í félaginu eftir að ný stjórn skipti með sér verkum í kjölfar aðalfundar í mars síðastliðnum, og ályktar yfirlýsing stjórnarinnar út frá því að gagnrýnin byggi á ágiskunum.

Jafnframt kemur fram í yfirlýsingunni að félagið vilji árétta að nýleg kaup á hlut í fjárfestingarbankanum Kviku sé skilgreind sem eign í fjárfestingarbók og svo verði áfram, og engin áform séu um breytingar á því. Segir þar einnig að núverandi stjórn áformi ekki að skipta sér að einstökum fjárfestingum í bókinni, og að slíkt hafi aldrei komið til tals.

Undir yfirlýsinguna skrifa stjórn VÍS, þau Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir núverandi formaður stjórnar, Helga Hlín Hákonardóttir, Gestur B. Gestsson og Valdimar Svavarsson.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim