Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,  er gagnrýninn á stöðu raforkumála hér á landi. Hann segir skorta á að eigendastefna sé mörkuð um Landsvirkjun og að hún taki til þess hvort forsvaranlegt sé að þessi risi á markaðnum þrýsti verði sífellt upp.

„Við bendum á það að raforkuverð á Íslandi skapar ekki lengur það samkeppnisforskot sem það gerði. Mér finnst það hafa orðið svolítið eftir á eða útundan í umræðunni hvernig það gerist, hvort það sé vilji eigandans eða sjálfstæð stefna fyrirtækisins,“ segir Sigurður. Hann segir jafnframt að um fákeppnismarkað sé að ræða og vill ekki útiloka að slíkt fyrirkomulag hafi skaðleg áhrif á iðnað í landinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .