Ingvi Þór Georgsson viðskiptafræðingur hefur boðið sig fram á móti tveimur sitjandi stjórnarmönnum í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Í samtali við Fréttablaðið segir hann framboð sitt hafa hlotið fáleg viðbrögð af háflu stjórnar sjóðsins.

Ingvi Þór gagnrýnir hvernig stjórn sjóðsins hefur tekið framboðinu og bendir m.a. á að ekki hafi verið send út tilkynning um framboð hans til sjóðsfélaga í tölvupósti. Þá hafi um 300 orða kynning sem hann hafi sent til birtingar á vef sjóðsins verið stytt í um 20 orð.

Ingvi segist hafa fengið þau svör að einungis séu sendar út nokkrar fréttir í einu og að ef hann hefði ekki boðið mig fram núna væri sjálfkjörið í stjórnina aftur. Segir hann þetta koma flatt upp á sig enda eigi enginn að ganga að því vísu í svo stórum lífeyrissjóði að labba bara inn í stjórn.

Í samtali sínu við Fréttablaðið hvetur Ingvi Þór sjóðsfélaga til að mæta á ársfundinn, sem er á morgun, bæði til að nýta rétt sinn til kosninga og eins til að sýna í verki að fólki sé ekki sama um málefni lífeyrissjóðanna.