Í mars 1988 vann lið Menntaskólans í Reykjavík mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Orri Hauksson, forstjóri Símans, var í liðinu auk Auðuns Atlasonar sendiherra og Daníels Freys Jónssonar verkefnastjóra prófa og fjarkennslu hjá Háskólanum á Akureyri. MR sigraði Fjölbraut í Garðabæ. Umræðuefni keppninnar var hvort vitsmunaverur væru á öðrum hnöttum og hélt MR því fram í sínum ræðum að svo væri.