Sjóðstýringarfélagið GAMMA fékk í upphafi mánaðar aukið starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða frá Fjármálaeftirlitinu (FME). Félagið fékk fyrst starfsleyfi árið 2009 en það hefur nú verið endurútgefið með tilliti til viðbótarstarfsheimildar sem felst í eignastýringu og tekur nú til reskturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu, eignastýringar og fjárfestingaráðgjafar.

Að sögn Gísla Haukssonar, forstjóra GAMMA, er félagið nú komið með sömu leyfi og flest önnur rekstrarfélög verðbréfasjóða. Auknar heimildir eru hluti af undirbúningi félagsins fyrir ferli sem hefst í vetur þegar GAMMA og önnur sambærileg sjóð­ stýringarfélög þurfa að sækja um starfsleyfi til FME sem rekstrarfélag sérhæfðra sjóða samkvæmt nýrri löggjöf sem gerir rekstur sérhæfðra sjóða háðan sérstöku leyfi frá FME.