*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 26. maí 2017 10:12

Gamma opnar í Sviss

Helgi Bergs stýrir starfsemi Gamma í Sviss þar sem félagið opnar skrifstofu síðar á árinu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Gamma Capital Management hefur ráðið Helga Bergs til að stýra starfsemi félagsins í Sviss, en stefnt er að opnun skrifstofu þar síðar á þessu ári, að því er segir í fréttatilkynningu. Helgi mun jafnframt vinna með öflugum hópi fyrirtækjaráðgjafar hjá Gamma, en það teymi telur nú samtals átta starfsmenn, í Reykjavík, London, New York og nú Sviss.

Helgi hefur tveggja áratuga reynslu af störfum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hann stýrði fjárfestingabankastarfsemi Kaupþings samstæðunnar frá London á árunum 2005 til 2008 og var þar áður framkvæmdastjóri Kaupþings í London. Helgi starfaði áður hjá Iceland Seafood International og hefur á undanförnum árum stýrt miðlunarstarfsemi verðbréfafyrirtækisins Birwood í London.

„Gamma hefur lagt mikla áherslu á að efla alþjóðlega starfsemi félagsins í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta til auka úrval fjárfestingarkosta erlendis. Gamma hóf starfsemi í London árið 2015 og vinnur að opnun skrifstofu í New York. Þriðja erlenda starfsstöðin verður því í Sviss og við gerum ráð fyrir að hefja starfsemi í Zürich í sumar,“ segir Gísli Hauksson, stjórnarformaður Gamma

Það er mikið ánægjuefni að fá reynslumikinn mann á borð við Helga Bergs til þess að stýra starfseminni þar. Með öflugri fyrirtækjaráðgjöf í fjórum löndum mun Gamma nú geta boðið íslenskum fyrirtækjum og fjárfestum upp á alhliða ráðgjöf varðandi erlend fyrirtækjaverkefni, erlenda fjármögnun og samskipti við erlenda fjárfesta.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim