*

þriðjudagur, 19. júní 2018
Innlent 20. apríl 2017 11:10

Garðabær kaupir Vífilsstaði

Garðabær hefur keypt jörðina Vífilsstaði af ríkissjóði á tæplega 560 milljónir króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samningur um kaup Garðabæjar á jörðinni Vífilsstöðum var undirritaður í gær. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skrifuðu undir samninginn. Morgunblaðið greinir frá. Kaupverðið er 558,6 milljónir króna.

Um er að ræða alls 202,4 hektara land í kringum Vífilsstaðaspítala, svæði austan Vífilsstaða, núverandi golfvallarsvæði GKG, friðland í Vífilsstaðahrauni (Svínahrauni) og Rjúpnahæð á móts við Kjóavelli. Húseignir ríkisins á Vífilsstöðum eru undanskildar en gerðir verða lóðarsamningar um eignirnar.