Bandarískir kjósendur virðast vera ósáttir með Hillary og Trump. Gary Johnson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó og forsetaefni Frjálshyggjuflokksins, mælist nú með 14% fylgi. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem unnin var af CBC news.

Repúblikanar og Demókratar eiga bandarísk stjórnmál, og er því afar sjaldgæft að aðrir flokkar fái athygli. Þriðja frambjóðanda hefur ekki gengið jafn vel síðan 1992, en þá fór Ross Perot gegn Bill Clinton og George Bush eldri. Perot hlaut þá tæplega 19% atkvæða.

Johnson er frumkvöðull, sem barist hefur fyrir einstaklingsfrelsi. Hann vill opna Bandaríkin, auka aðhald í ríkisfjármálum, bæta frelsi einstaklinga, draga úr óþarfa reglugerðum, lögleiða fíkniefni, lækka skatta, og auka viðskiptafrelsi.