Arnar Gauti Reynisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Heimavalla. Hann tekur við starfinu Guðbrandi Sigurðssyni, sem tilkynnti í janúar að hann hefði óskað eftir starfslokum hjá fyrirtækinu í lok þessa mánaðar, en Gauti mun taka við starfinu þann 1. apríl.

Gauti er fæddur árið 1981 og hefur verið fjármálastjóri Heimavalla frá maí 2015 og er iðnaðarverkfræðingur frá University of Minnesota og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Gauti hefur verið einn af þremur stjórnendum Heimavalla og tekið virkan þátt í uppbyggingu félagsins á síðastliðnum fjórum árum. Áður en Gauti hóf störf hjá Heimavöllum starfaði hann sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Íslandsbanka.

„Ég er mjög spenntur að taka þátt í þeirri vegferð sem framundan er hjá Heimvöllum. Félagið hefur stækkað hratt á undanförnum árum og er stærsta íbúðaleigufélag landsins með um 1.800 íbúðir í leigu. Á næstunni verður enn frekari áhersla lögð á umbreytingu eignasafns félagins sem miðar af því að bæta rekstur þess og arðsemi,“ er haft eftir Gauta í tilkynningu.

Á aðalfundi Heimavalla í síðustu viku var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands.