General Electric mun á næstunni skera niður sem um nemur 6.500 störfum í Evrópu. Ástæðan fyrir þessu ku vera dvínandi eftirspurn fyrir gas- og gufutúrbínum á svæðinu.

Þá munu 765 franskir starfsmenn þurfa að leita sér nýrrar atvinnu, og 1.700 manns í Þýskalandi. Uppsagnirnar nema ríflega 14% heildarstarfsliði Orku- og vatnsdeildar félagsins í Evrópu, en um það bil 48 þúsund manns starfa við deildina.

General Electric keypti orkufyrirtækið Alstom í nóvember síðastliðinn fyrir 9,2 milljarða bandaríkjadala eða um 1.196 milljarða íslenskra króna.

Kaupin gera GE kleift að halda betur utan um viðhald og þjónustu við gas- og vatnstúrbínur, meðan hliðarverkefni í endurnýjanlegri orku og raforkuleiðslu geta fengið betur að njóta sín.

Framkvæmdastjóri General Electric, Jeffrey Immelt, hefur það að markmiði að einbeita kröftum félagsins að iðnaði, en það var upprunalega stofnað til að þjónusta iðnað.

GE var stofnað af Thomas Edison og samstarfsmönnum hans árið 1892 og er því 124 ára gamalt.