Gengi Bandaríkjadals gagnvart helstu samanburðargjaldmiðlum sínum styrkist á mörkuðum og hefur það ekki verið sterkara gagnvart evru í sjö mánuði. Jafnframt er styrkur þeirra gagnvart hinu kínverska yuan nálægt sögulegu hámarki sínu.

Evran fæst nú á 1,0892 dali, en fór lægst niður í 1,0860 dali á mörkuðum í morgun en á föstudag var gengið það veikasta sem það hefur verið í 7 mánuði, eða 1,0859 dali.

WSJ Dollar vísitalan sem sýnir styrk Bandaríkjadalsins gagnvart körfu mismunandi gjaldmiðla náði 88,66 stigum. Pundið styrktist gagnvart dalnum og náði fæst nú á 1,2244 dali og fyrir einn dal fæst nú á 103,86 japönsk jen.

Í kjölfar þess að bankastjóri Seðlabanka Evrópu Mario Draghi útilokaði í síðustu viku að bankinn myndi draga úr kaupum á skuldabréfum eru markaðsaðilar á því að engin ástæða sé til að halda að evran muni styrkjast á ný gagnvart Bandaríkjadalnum.