Forseti Venesúela, Nicolás Maduro, tilkynnti á föstudaginn síðastliðinn að gengi gjaldmiðilsins yrði fellt um 95%. Á sama tíma tilkynnti hann fyrirhugaða hækkun lágmarkslauna um 3.000% eða um 30 bandaríkjadali á mánuði. Þá er einnig fyrirhugað að taka fimm núll af gjaldmiðli landsins.

Samhliða þessum áætlunum mun verða tekinn upp nýr gjaldmiðill í landinu sem mun heita bolivar sobrano. Samkvæmt Sky News mun nýji gjaldmiðillinn innihalda 3,600 bólívara, sem er fyrrum gjaldmiðill landsins. Gengi nýja gjaldmiðilsins mun vera tengt rafmyntinni Petro. Síðan ICOindex.com sem er matssíða fyrir rafmyntir hefur varað við rafmyntinni Petro og segir hana vera svikamyllu.

Í ávarpi sínu á föstudag sagði Maduro að áætlanirnar séu hluti af því að koma aga á ríkisfjármál landsins og enda þyrfti óhóflega peningaprentun í landinu.

Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er búist við að verðbólga í landinu aukist um 1.000.000% á þessu ári.

Hér er frétt Sky news um málið.