*

mánudagur, 23. október 2017
Innlent 20. júní 2012 10:28

Gengi bréfa Icelandair Group fellur í fyrstu viðskiptum

Íslandsbanki ætlar að selja einn fjórða af hlutafjáreign sinni í flugrekstrarfélaginu í lokuðu tilboðsferli fram að helgi.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Axel Jón Fjeldsted

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hefur fallið um 3% til 4,5% frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Það stendur nú í 6,25 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í byrjun maí.

Íslandsbanki greindi frá því í morgun að hann hyggist minna við hlut sinn og selja í kringum 5% hlut af tæplega 20% hlutafjáreign í flugrekstrarfélaginu.

Endanleg stærð þess eignarhlutar sem seldur verður, mun ráðast af verðtilboðum fjárfesta. Tilboðið er lokað. Það hefst á morgun og stendur fram á föstudag.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,24% það sem af er degi og stendur hún nú í 1.053 stigum.