Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,25% í 2,8 milljarða króna viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.732,64 stigum.

Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði svo um 0,04% í 5 milljarða króna viðskiptum og er lokagildi hennar nú 1.258,15 stig.

Síminn og Icelandair hækkuðu mest

Gengi bréfa Símans hækkaði mest, eða um 2,76%, í 724 milljóna króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf á 3,72 krónur.

Gengi bréfa Icelandair hækkaði svo næst mest, eða um 1,67%, í 451 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 15,25 krónur.

TM og N1 lækkuðu mest

Mest lækkun var á gengi bréfa Tryggingamiðstöðvarinnar, eða um 0,94% í 25 milljón króna viðskiptum en næst mesta lækkunin var á gengi bréfa N1, eða um 0,76% í 51 milljón króna viðskiptum.

Lokagengi bréfa TM var 31,70 krónur og N1 er nú verðlagt á 131,00 krónur.