Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,61% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.905,45 stigum eftir 4,1 milljarða viðskipti.

Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði um 0,08% niður í 1.289,13 stig í 7,1 milljarða viðskiptum.

VÍS og Reitir lækkuðu mest

Mest lækkun var á bréfum VÍS, eða um 3,45% í kauphöllinni í dag, og fást þau nú á 11,20 krónur. Viðskiptin með bréf félagsins námu 341,7 milljónum króna.

Næst mest lækkaði gengi bréfa Reita fasteginafélags, eða um 2,29% í 823 milljón króna viðskiptum og eru bréf félagsins nú verðlögð á 106,50 krónur.

Einungis fjögur félög hækkuðu í verðgildi

Mest hækkun var á bréfum TM í kauphöllinni í dag, eða um 2,54% í 272,8 milljón króna viðskiptum og var hvert bréf félagsins á 34,25 krónur við lok viðskipta í dag.

Fyrir utan TM voru einungis bréf Össur hf, Eimskipafélagið og Fjarskipti sem hækkuðu í viðskiptum dagsins.

Marel og Reitir í mestu viðskiptunum

Mest viðskipti voru með bréf Marel hf í kauphöllinni í dag, eða fyrir 951,5 milljónir og lækkuðu þau um 0,69% niður 357,50 krónur bréfið.

Næst mest viðskipti voru með bréf Reita fasteignafélags, eða fyrir 823,4 milljónir og er gengi bréfanna nú 106,50 krónur eftir 2,29% lækkun.