Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,01% í viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan stendur nú í 1.742,53 stigum. Heildarvelta á markaði nam tæpum 11,5 milljörðum, þar af var velta á hlutabréfamarkaði ríflega 3 milljarðar og velta á skuldabréfamarkaði 8,3 milljarðar.

Af félögum Úrvalsvísitölunnar lækkaði gengi hlutabréfa Haga mest, eða um 2,98% í 505,5 milljón króna viðskiptum. Hins vegar hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 1,27% í 225,6 milljón króna viðskiptum.

Þegar litið er til annarra félaga á markaði þá sést að gengi hlutabréfa Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, lækkaði talsvert í dag eða um 3,01% í 509,8 milljón króna viðskiptum. Félagið birtir afkomu sína fyrir árið 2016 í dag.

Einnig lækkaði gengi hlutabréfa Vátryggingafélags Íslands um 2,58% í 121,7 milljón króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa HB Granda hækkaði um 1,58% 54,8 milljón króna viðskiptum.