Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,67% í 2,2 milljarða viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.742,12 stigum.

Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði um 0,02% í 5,7 milljarða viðskiptum og er hún nú 1.263,97 stig.

Grandi, Marel og Icelandair hækkuðu

Einu fyrirtækin sem hækkuðu í kauphöllinni í dag voru HB Grandi, Marel og Icelandair.

Nam hækkun á gengi bréfa HB Granda 1,19% í 103 milljóna króna viðskiptum og nam gengið við lok viðskiptadags 33,95 krónum.

Bréf Marel hækkuðu um 0,31% í 524 milljóna króna viðskiptum og fæst hvert bréf þess nú á 323 krónur.

Bréf Icelandair hækkuðu loks um 0,21% í 335 milljón króna viðskiptum í 14,20 krónur á hvert bréf.

N1 og Reginn lækkuðu mest

Bréf N1 lækkuðu mest hlutfallslega eða um 3,31% í tiltölulega litlum, eða sem nemur 24 milljón króna viðskiptum, og fæst nú hvert bréf félagsins á 117,00 krónur.

Næst mest lækkun var á bréfum Regins, eða 2,92% í 112 milljón króna viðskiptum og er nú hvert bréf félagsins verðlagt á 28,30 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,6% í dag í 2,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði lítillega í dag í 5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,3 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 4,7 milljarða viðskiptum.