Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,16% á mörkuðum í dag og endaði í 1835,98 stigum. Þá hefur vísitalan lækkað um 2,36% frá áramótum.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa HB Granda, eða um 2,32%, í viðskiptum sem hljóða upp á tæpar 254 milljónir króna. Endaði verð á hvert bréf félagsins á að nema 33,10 krónur á hlutinn.

Gengi bréfa Haga hækkaði einnig, eða um 0,68%, í 291 milljón króna viðskiptum. Verð á hvert bréf nemur þá 47,80 krónum

Mest lækkaði gengi bréfa Reita eða um 1,31% en það var einungis í 1,3 milljón króna viðskiptum. Verð á hvert bréf félagsins er þá 82,90 krónur. Lækkaði gengi bréfa Marels um 0,67%, í 32 milljón króna viðskiptum. Verð á hvert bréf félagsins er þá 260,00 krónur.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var 1,24 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var rúmlega 470 milljónir króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 1,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 0,3 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,2 milljarða viðskiptum.