Gengi hlutabréfa N1 hefur fallið um 10,31% þegar þetta er ritað í 716 milljón króna viðskiptum.

Fyrir helgi seldi Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, tæplega helming hlutabréfaeignarhlut í félaginu, eða 73.399 bréf á verðinu 131 rétt fyrir lokun markaða á föstudag. Söluverðið nemur því 9,6 milljónum króna.

Eggert er ekki sá eini sem hefur selt hlut sinn í fyrirtækinu á síðustu misserum. Fyrir mánaðarmótin seldi félagið Helgafell, sem er m.a. í eigu Jóns Siguðarssonar stjórnarmanns, stóran hluta hlutabréfaeignar sinnar í félaginu. Sama gerði Helgi Magnússon stjórnarmaður félagsins.