Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,29% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 1.748,73 stigum. Heildarvelta á mörkuðum nam 7.106 milljónum króna, þar af nam velta á hlutabréfamarkaði 3.417 milljónum og velta með skuldabréf 3.689 milljónir króna.

Gengi hlutabréfa N1 lækkaði um 5,84% í 1.476 milljón króna viðskiptum. Mest velta var með bréf N1 í dag. Einnig lækkaði gengi hlutabréfa Icelandair Group um 3,37% í 565,7 milljón króna viðskiptum. Eina félagið á aðalmarkaði sem hækkaði var Síminn en gengi bréfa félagsins hækkaði um 0,29% í 277 milljón króna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa HB Granda lækkaði um 3,73% í 77,6 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa Skeljungs í 2,46% í 31,8 milljón króna viðskiptum.