Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq lækkaði talsvert í dag eða um 1,25% og var nokkuð um sviptingar hjá markaði í dag - aðallega hjá þó tveimur félögum. Hefur vísitalan því einungis hækkað um 0,02% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam 5,8 milljörðum. Þar af var velta með hlutabréf 2,3 milljarðar og með skuldabréf 3,1 milljarðar.

Gengi hlutabréfa bæði N1 og Nýherja hrundi í dag. Gengi hlutabréfa N1 lækkaði um 11,83% í dag í 717 milljón króna viðskiptum. Einnig hrundi gengi hlutabréfa Nýherja eða um 14,66% í 154,8 milljón króna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa VÍS hækkaði mest í dag eða um 1,98% í 374,8 milljón króna viðskiptum. En hins vegar lækkaði Icelandair Group um 2,95% í tæplega 200 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 5,1 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,9% í dag í 2,6 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 2,3 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 1,2 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 1 milljarða viðskiptum.