*

föstudagur, 22. september 2017
Innlent 20. ágúst 2012 16:25

Gengi hlutabréfa Össurar féll í Kauphöllinni

Sumarstemning hefur verið á hlutabréfamarkaði og hefur veltan verið í minni kantinum. Úrvalsísitalan liggur við 1.000 stig.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar féll um 2,45% í 19,4 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag og fór gengi bréfa fyrirtækisins undir 200 krónur á hlut. Það hefur ekki verið lægra síðan í mars.

Þá lækkaði gengi bréfa Haga um 1,08% og Marel um 0,35%.

Mesta veltan var með hlutabréf Icelandair Group eða upp á rúmar 43 milljónir króna en heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam rétt tæpum 91,4 milljónum króna í dag.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,98% og endaði hún í 1.005 stigum.