Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,11% í tæplega 2,7 milljarða viðskiptum dagsins. Stóð hún í 1.709,11 stigum við lok viðskiptadags.

Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði svo um 0,08% í tæplega 4,8 milljarða viðskiptum og er hún nú í 1.254,37 stigum.

Icelandair og Össur lækkuðu

Mesta lækkunin var á gengi bréfa Icelandair Group ehf., eða um 2,90% í 665 milljón króna viðskiptum, og fæst nú hvert bréf félagsins á 15,05 krónur.

Er það fyrir utan 3,90% lækkun á gengi bréfa í Össur í sáralitlum, eða 2 milljón króna viðskiptum en hvert bréf félagsins er nú verðlagt á 370,00 krónur.

TM og Eik hækkuðu

Mest hækkun var á gengi bréfa TM, eða um 0,96%, einnig í litlum viðskiptum eða fyrir 5 milljónir og fæst nú hvert bréf félagsins á 31,45 krónur.

Næst mesta hækkunin var svo á bréfum Eik fasteignafélags, sem hækkaði um 0,74% í 149 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfa félagsins nú 10,96 krónur.