*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 12. ágúst 2018 11:58

Gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt

Í sumar hefur gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt. Gengi krónu gagnvart evru hefur haldist í kringum 125 krónur.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í sumar hefur gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt. Gengi krónu gagnvart evru hefur haldist í kringum 125 krónur. Þetta er meðal þess sem kom fram í Hagsjá Landsbankans sem birtist fyrr í vikunni. Nokkrum sinnum hefur evran farið tímabundið yfir 125 krónur (fór hæst í 126,5 21), en hefur enn sem komið er alltaf farið aftur niður fyrir 125.

Bandaríkjadalur hækkaði í byrjun sumars (fór hæst í 108,9 þann 22. júní) en hefur síðan sveiflast í kringum 106 krónur. Í lok júlí styrktist krónan gagnvart bæði evru og dollar um tæpar 2 krónur en sú styrking hefur gengið til baka.

Velta á millibankamarkaði tók við sér í júní eftir tiltölulega rólega fyrstu fimm mánuði. Ró færðist þó aftur yfir markaðinn í júlí. Raungengi hækkaði um 0,5% milli mánaða í júní eftir að hafa lækkað um 1,7% milli mánaði í júlí. 

Stikkorð: Landsbankinn Krónan Hagsjá
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim