Gengi hlutabréfa í Kviku banka hefur lækkað talsvert á undanförnum tveimur vikum og er gengi bréfa í bankanum undir dagslokagengi fyrsta viðskiptadags í Kauphöll Íslands með hlutabréf í bankanum.

Verðlækkunin frá 6. apríl nemur alls 5,4%, úr 8,3 krónum í 7,85 krónur á hlut við lokun markaða á þriðjudaginn, en verð bankans hefur haldist óbreytt síðan þá. Fyrstu viðskipti í Kviku voru gerð á genginu 7,1 en gengi bréfa í bankanum í lok fyrsta viðskiptadags nam 7,9 krónur á hlut og er núverandi gengi því 0,6% undir dagslokagengi fyrsta viðskiptadagsins.

Kvika var skráð á First North markaðinn þann 16. mars síðastliðinn. Markaðsvirði bankans við lokun markaða í dag nam 14,4 milljörðum króna.