*

mánudagur, 23. apríl 2018
Innlent 21. apríl 2017 10:10

Gengi N1 rýkur upp

Afkomuviðvörun N1 gerir ráð fyrir því að EBITDA afkoma félagsins á fyrsta fjórðungi verði 100 milljónum hærri en fyrri spár gerðu ráð fyrir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gengi bréfa olíufélagsins N1 hefur hækkað um 3,88% það sem af er degi í 198 milljóna króna viðskiptum. Er gengi bréfa félagsins 120,5 krónur þegar þetta er ritað.

Gengi Haga hefur hækkað um 0,82% í 44 milljóna króna viðskiptum og smávægileg hækkun hefur orðið á gengi bréfa Marels í 99 milljóna króna viðskiptum.

Fyrr í dag var greint frá því að samkvæmt drögum að uppgjöri fyrsta ársfjórðungs þessa árs hjá N1 er EBITDA félagsins 520 milljónir króna samanborið við 374 milljónir króna á sama fjórðungi árið í fyrra. Í ljósi þessa hefur EBITDA spá félagsins verið hækkuð um 100 milljónir króna eða í 3.500 til 3.600 milljónir króna fyrir árið 2017.

Stikkorð: Kauphöll N1 Afkomuviðvörun