Uppgjör, greiðsla og afhending hefur farið fram vegna kaupa fasteignafélagsins Regins á FM-húsum. Þetta kemur fram í tilkynningu Regins til Kauphallarinnar.

Reginn og eigendur FM-húsa undirrituðu kaupsamning um kaup Regins af 55% af hlutafé félagsins. Upprunalegt samkomulag kvað á að VÍS myndi kaupa 16% hlut í félaginu, en í lok maí varð breyting þar á.

Samkeppniseftirlitið samþykkti samruna Regins og FM-húsa þann 14. júní síðastliðinn. Heildarvirði eignasafns Regins var lækkað um 190 milljónir króna og varð 3.560 milljónir króna eftir kaupin. Áður hefur komið fram að arðsemi viðskiptanna er rúmlega 7%. Í kjölfar viðskiptanna verða stærstu hluthafar FM-húsa, auka Regins, eftirfarandi aðilar: Benedikt Rúnar Steingrímsson, 22,5%, Magnús Jóhannsson, 18,4%, og Særún Garðarsdóttir 4,1%. Áætlað er að uppgjör og afhending vegna viðskiptanna fari fram á þriðja ársfjórðungi 2017. Ráðgjafi Regins í viðskiptunum var Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.