Formlega var í dag gengið frá kaupum Deloitte á tveim dótturfélögum Símans, Talenta og Staka Automation. Samningar þess efnis voru upphaflega undirritaðir í mars síðastliðnum með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins, en þeim fyrirvörum hefur nú verið aflétt.

Í tilkynningu frá viðskiptamönnum segir að kaup Deloitte á félögunum séu til þess fallin að breikka þjónustuframboð fyrirtækisins. Forstjóri Símans, Orri Hauksson, segir að með sölunni færist Síminn nær markmiði sínu um að einfalda rekstur sinn, og að eftir sitji aðeins kjarnarekstur fyrirtækisins.