Á öðrum degi eftir að gjaldeyrishöftin voru afnumin og þriðja degi síðan það var tilkynnt hefur krónan farið að styrkjast á ný gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum sínum. Veiktist krónan á mánudag og þriðjudag, en gengi krónunnar styrktist lítillega fyrir lokun markaða í gær. Í dag heldur krónan áfram að styrkjast á ný.

  • Hefur evran veikst um 0,85% gagnvart krónu og er kaupgengið 116,07 og sölugengið 116,83.
  • Bandaríkjadalur hefur veikst um 0,79% gagnvart krónu og er kaupgengið 109,17 og sölugengið 109,89.
  • Breskt pund hefur veikst um 0,20% gagnvart krónu og er kaupgengið 133,50 og sölugengið 134,38.
  • Japanskt jen hefur veikst um 0,79% gagnvart krónu og er kaupgengið 0,9524 og sölugengið 0,9591
  • Svissneskur franki hefur veikst um 0,85% og er kaupgengið 108,29 og sölugengið 109,01.
  • Dönsk króna hefur veikst um 0,85% og er kaupgengið 15,613 og sölugengið 15,716
  • Sænsk króna hefur veikst um 1,16% og er kaupgengið 12,157 og sölugengið 12,238
  • Norsk króna hefur veikst um 0,66% og er kaupgengið 12,695 og sölugengið 12,779