Bréf American Airlines (AMR) hafa hækkað um 1,32% það sem af er degi og standa núna í 24,63 Bandaríkjadölum á hlut. Sem kunnugt er þá á FL Group 20.45 milljónir bréfa í félaginu eða 8.25% hlut.

Meðalkaupgengi FL Group í AMR var 34 dalir á hlut. Miðað við það hefur félagið greitt 695 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlut sinn í AMR eða 44,5 milljarða króna. Í dag er hluturinn upp á 503 milljónir dala og gengistap FL Group því 191 milljón dala eða 12,2 milljarðar króna.

FL Group hóf að byggja upp stöðu í félaginu í október síðasta haust og var komið upp í um 6% hlut í desember 2006. Í lok febrúar tilkynnti félagið svo að það hefði aukið hlut sinn í 8,63% og væri þá stærsti einstaki hluthafinn í AMR.

Gengi AMR fór hæst í 40,66 dali á hlut 19. janúar síðastliðin og hafa því lækkað um tæplega 40% frá því þegar þau fóru hæst.