*

mánudagur, 19. nóvember 2018
Erlent 13. júní 2018 16:11

Gera ráð fyrir að Ísland verði undanþegið

ESB hyggst setja 10% toll á innflutning áls og 25% toll á innflutning stáls.

Ritstjórn
Utanríkisráðuneytið
Birgir Ísl. Gunnarsson

Evrópusambandið samþykkti nýverið gagnaðgerð við þeim tollum sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað á innflutning áls og stáls til Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. ESB hyggst setja 10% toll á innflutning áls og 25% toll á innflutning stáls. 

Íslensk stjórnvöld gera ráð fyrir því að Ísland verði undanþegið tollunum. Verið er að leita leiða til að undanskilja EFTA-ríkin, það er að segja Noreg, Ísland og Liechtenstein, frá tollum sambandsins en ESB hefur lýst yfir vilja til þess og verið er að leita lagalegra leiða til að koma því í framkvæmd. 

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samál segir í samtali við Morgunblaðið að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir íslenskan áliðnað. Hann segir jafnframt að það sé vilji innan ESB til þess að virða EES-samninginn.