Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er að ljúka BA í lögfræði í vor og leggur því lokahönd á BA ritgerð um þessar mundir. Ritgerðin fjallar um það hvort frelsi til hatursorðræðu felist í tjáningarfrelsi íslenskra stjórnmálamanna. „Það er frábært að fá tækifæri til að skrifa um það sem manni er hugleikið, en ég tel umræðuna um hatursorðræðu í garð minnihlutahópa mjög mikilvæga.“ Áslaug stefnir á að hefja mastersnám í lögfræði strax í haust.

„Planið er að klára lögfræð­ ina og útskrifast sem lögfræðingur vorið 2017, einnig ætla ég að flytja út frá föður mínum. Þá er stærsta verkefnið að finna vinnu sem mað­ ur hefur ástríðu fyrir, fá reynslu á vinnumarkaðinum í fjölbreyttu starfsumhverfi og muna að gera það sem manni finnst skemmtilegt. Það væri gaman að fá tækifæri til að breyta einhverju til hins betra. En ég verð að leyfa lífinu að koma í ljós eftir útskrift.“

Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir?

Mín helsta fyrirmynd hefur alltaf verið móðir mín, hún kenndi mér svo marga mikilvæga eiginleika líkt og að vera jákvæð, að muna að njóta hvers dags og sækjast eftir draumum sínum. Þá á ég mér auð­ vitað líka fyrirmyndir í öflugum konum á vettvangi stjórnmálanna og þá helst í Ólöfu Nordal.“

Nánar er fjallað um áhrifakonur í sérstöku sérblaði Viðskiptablaðsins sem má nálgast hér.