Gert er ráð fyrir að skrifað verði upp á 170 milljóna evra lán til Orkuveitu Reykjavíkur þann 20. nóvember næstkomandi. Lánveitandi er Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) og er um að ræða framkvæmdalán sem nota á vegna uppbyggingar Hellisheiðarvirkjunar Hverahlíðarvirkjunar.

Að sögn Guðlaugs G. Sverrissonar, stjórnarformanns OR, er búið að afgreiða alla þá vankannta sem þeir töldu vera á láninu og fá leiðréttingu á þeim. ,,Ég sé það af fenginni reynslu, miðað við hvernig Ísland hefur staðið sig, að stefnt er að undirritun 20. nóvember næstkomandi,“ sagði Guðlaugur.

Álagið á lánunum hafa hækkað en að sögn Guðlaugs eru það mjög ásættanleg. OR þarf að greiða sem nemur 40 punkta álagið ofan á Libor-vexti. Að sögn Guðlaugs er heildarskuldsetning OR að greiða um 1,25% ofan á Libor. Inn í því er álag frá eigendum vegna þeirra trygginga sem Reykjavíkurborg og Akraneskaupsstaður veita félaginu. OR borgar ábyrgðagjald til sveitarfélaganna.

Eins og áður sagði er gert ráð fyrir undirritun samningsins hér á Íslandi 20. nóvember nk. og er gert ráð fyrir að athöfnin fari fram uppi á Hellisheiði að viðstöddum forráðamönnum bankans og stjórnenda OR. Um leið munu forráðmenn bankans eiga viðræður við sveitastjórnarmenn og aðra þá sem hafa átt viðskipti við bankann. Munu þeir hitta borgarstjóra Reykjavíkur og fjármálaráðherra.

Framkvæmdalán

Um er að ræða framkvæmdalán en lánað er fyrir helmingi framkvæmdanna við Hellisheiði 5 og helmingi framkvæmdanna við Hverahlíð. Hámarksupphæðin er 170 milljónir evra eða um 31 milljarður króna. Framkvæmdir eru hafnar við Hellisheiði 5 og borunarundirbúningur er við Hverahlíð. Til að geta dregið á lánin þurfa framkvæmdir að vera hafnar. Veðin eru ekki í framkvæmdunum sjálfum heldur hjá OR.

Eins og áður segir þá lánar EIB fyrir helmingi framkvæmdanna en væntingar eru um að Evrópski þróunarbankinn veiti lán fyrir hinum hluta framkvæmdanna. Sagðist Guðlaugur halda að það lán ætti að fást í ljósi þess að Evrópski fjárfestingabankinn er búinn að taka út verkið en þeir hafa öfluga áhættudeild. Báðir bankarnir starfa að einhverju leiti á félagslegum grunni enda eru þeir fjármagnaðir af Evrópuríkjunum.