*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 21. janúar 2017 12:47

Gervigreind skilar hærri ávöxtun

Vogunarsjóðir sem nota gervigreind í fjárfestingum hafa náð betri árangri undanfarin sex ár heldur en aðrir vogunarsjóðir.

Ritstjórn
epa

Vogunarsjóðir sem nota gervigreind í fjárfestingarákvörðunum og tímasetningu þeirra – svokallaðir AI-sjóðir (Artificial Intelligence Funds / AI-funds) – hafa skilað betri árangri undanfarin ár heldur en hefðbundnari vogunarsjóðir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Eurekahedge. ValueWalk segir frá.

Samkvæmt vísitölu Eurekahedge, AI/Machine Learning Hedge Fund Index, sem mælir árangur 23 vogunarsjóða sem nota gervigreind í fjárfestingum, hafa AI-sjóðir náð betri árangri heldur en vogunarsjóðir sem beita reikniritsaðferðum og megindlegum aðferðum og vogunarsjóðir í mannlegri stýringu síðan árið 2010. AI-sjóðir hafa skilað 8,44% ávöxtun á ári hverju undanfarin sex ár á meðan aðrir vogunarsjóðir sem ekki notfæra gervigreind í fjárfestingum hafa að jafnaði skilað 1,62–2,62% ársávöxtun.

Samkvæmt ValueWalk gæti tvennt útskýrt árangur AI-sjóða sem og ástæðuna fyrir því að þeir ná að spá betur fyrir um markaðssveiflur heldur en aðrir vogunarsjóðir. Annars vegar gæti verið offramboð af vogunarsjóðum sem nota megindlegar aðferðir í fjárfestingum. Hins vegar gætu rannsóknarlíkön sjóðanna verið gölluð.

Yoshinori Nomura, framkvæmdastjóri Simplex Asset Management og einn helsti forsprakkinn í hönnun AI-sjóða, segir þrjá þætti útskýra árangur AI-sjóða. Í fyrsta lagi ættu algóritmar að vera eins einfaldir og hægt er. Í öðru lagi þarf að hanna kerfi sem fylgist með markaðsumhverfinu. Í þriðja lagi þarf kerfið að vera sveigjanlegt til þess að aðlagast markaðsaðstæðum hverju sinni.

Fyrir stjórnendur AI-sjóða er það þó óleyst ráðgáta hvað veldur markaðssveiflunum sem gervigreindin nær að spá fyrir um.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim