*

laugardagur, 19. janúar 2019
Erlent 12. desember 2013 14:27

Gervitúlkur biðst afsökunar

„Túlkurinn“ sem vakti heimsathygli í gær segist biðjast afsökunar ef hann hafi túlkað rangt á minningarathöfn um Mandela.

Ritstjórn

Gervitáknmálstúlkur sem sakaður er um að hafa gabbað allan heiminn á minningarathöfn um Nelson Mandela í Suður Afríku í gær bað heyrnarlausa afsökunar í dag. Þó með semingi.

Upp komst um að táknmálstúlkurinn sem átti að vera að túlka orð ræðumanna á borð við Barack Obama og fleiri var alls ekki að þýða yfir á táknmál. Hann virðist jafnframt ekki kunna það.

Ef samfélag heyrnarlausa telur að ég hafi verið að túlka rangt, þá biðst ég afsökunar, sagði Thamsanqa Jantjie við CNN í morgun. Hann sagðist jafnframt stríða við geðklofa.

Fyrr í morgun hafði túlkurinn sagt að hann væri fullkomlega hæfur túlkur sem hefið túlkað á morgum stórviðburðum. „Hingað til hefur enginn gert athugasemdir við túlkanir mínar,“ sagði hann. 

Stikkorð: Nelson Mandela