*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 13. nóvember 2018 11:13

Geta borgað með símanum í posum

Viðskiptavinir Íslandsbanka geta frá og með deginum í dag greitt með símanum sínum í snertilausum posum.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Norðurturni.
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptavinir Íslandsbanka geta frá og með deginum í dag greitt með símanum sínum í snertilausum posum um allan heim. Þetta kemur fram á heimasíðu bankans

Snertilausar greiðslur með símanum þínum verða fyrst um sinn aðeins í boði fyrir handhafa kreditkorta og fyrirframgreiddra korta frá Kreditkorti og Íslandsbanka og fyrir Android notendur. Við munum innan tíðar bjóða upp á lausnina fyrir Apple notendur, fleiri kortategundir, sem og Garmin og Fitbit snjallúr.

Samhliða frekari þróun á Kreditkortsappinu flytjum við vörumerkið Kreditkort alfarið yfir til Íslandsbanka, þar með talið vefsíðu og alla aðra þjónustu. Snertilausar greiðslur með símanum fara fram í gegnum Kort frá Íslandsbanka (áður Kreditkortsappið) þar sem allar kortaaðgerðir eru á einum stað.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim