Viðskiptavinir Íslandsbanka geta frá og með deginum í dag greitt með símanum sínum í snertilausum posum um allan heim. Þetta kemur fram á heimasíðu bankans .

Snertilausar greiðslur með símanum þínum verða fyrst um sinn aðeins í boði fyrir handhafa kreditkorta og fyrirframgreiddra korta frá Kreditkorti og Íslandsbanka og fyrir Android notendur. Við munum innan tíðar bjóða upp á lausnina fyrir Apple notendur, fleiri kortategundir, sem og Garmin og Fitbit snjallúr.

Samhliða frekari þróun á Kreditkortsappinu flytjum við vörumerkið Kreditkort alfarið yfir til Íslandsbanka, þar með talið vefsíðu og alla aðra þjónustu. Snertilausar greiðslur með símanum fara fram í gegnum Kort frá Íslandsbanka (áður Kreditkortsappið) þar sem allar kortaaðgerðir eru á einum stað.