Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að úrskurðir endurupptökunefnd geti ekki fellt dóma úr gildi.

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefur nefndin heimild til þess að fella úr gildi dóma ef skilyrði til þess eru uppfyllt. Niðurstaða Hæstaréttar byggði á því að Endurupptökunefnd er skipuð af framkvæmdavaldinu, en samkvæmt ákvæðum Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands um þrískiptingu ríkisvalds þá fara dómstólar með dómsvald og er því byrgt fyrir að framkvæmdavaldið geti íhlutast beint í niðurstöður dómsmála.

Óvíst hvaða áhrif þessi dómur Hæstaréttar mun hafa á þau mál sem eru þegar fyrir nefndinni, en meðal mála sem eru í vinnslu má nefna Guðmund­ar- og Geirfinns­málið og mál Magnús­ar Guðmunds­son­ar sem var sak­felld­ur í Al Thani mál­inu.