Gangi allt eftir getur almenningur byrjað að fá leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána sinna með haustinu. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri í fjármálaráðuneytinu segir í samtali við RÚV búast við að málið verði samþykkt fyrir þinglok.

Frumvarp um leiðréttingu verðtryggðra lána verður kynnt ríkisstjórn á morgun. Aðgerðin nær til 70 þúsund heimila.