Bryndís Hlöðversdóttir Ríkissáttasemjari bendir á að starfsfélagar sýnir á hinum Norðurlöndunum hafi sterkari úrræði til að stíga inn í kjaradeilur en á við hér á landi.

Nefnir hún þetta í samhengi við umræður um norræna vinnumarkaðslíkanið sem heildarsamtök launafólks hafa verið að skoða sem og ýmis samtök atvinnurekenda í viðtali á RÚV .

Sem dæmi þá geta ríkissáttasemjarar á Norðurlöndunum frestað yfirvofandi verkfalli í allt að fimm vikur ef hann telji mögulegt að leysa málin áður.

Agaðra vinnumarkaðslíkan

„Nágrannaþjóðum okkar hefur tekist betur en okkur að leysa kjaradeilur áður kemur til verkfalls," segir hún í viðtali við RÚV um nauðsyn þess að draga lærdóminn af nýafstaðinni sjómannadeilu, sem sé sú lengsta hérlends frá stofnun embættisins árið 1980.

„Meðal annars með því að hafa í grunninn agaðra vinnumarkaðslíkan, sem aðilar koma sér saman um, vinna eftir tilteknum leikreglum, og fara í ákveðinni röð inn í samninga, og hafa betra skipulag á hlutunum en við erum með."

Tíðar lagasetningar sjúkdómseinkenni

Bryndís segir það ákveðið sjúkdómseinkenni hve tíðar lagasetningar hafa verið á kjaradeilur hérlendis og að það mætti setja skýrari reglur utan um hvenær það mætti.

„Við eigum að koma þessum málum þannig fyrir að það þurfi ekki að koma til verkfalla. Leysa málin áður en til þess kemur," segir Bryndís.

„Þess vegna er áhugavert að velta fyrir sér hvort þetta kerfi sem við höfum til að leysa ágreining á vinnumarkaði sé nógu gott.“