*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 10. apríl 2013 07:39

Getur myndað tveggja flokka stjórn til hægri og vinstri

Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið staðfestir sterka stöðu Framsóknarflokksins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og er nú með 30,9%, samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Morgunblaðið. Ef þetta yrðu úrslit kosninga gæti Framsóknarflokkurinn myndað tveggja flokka meirihlutastjórn bæði til hægri og vinstri, með Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni.

Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram næststærsti flokkur landsins, en fylgi hans heldur áfram að dala. Flokkurinn fengi 18,9% ef gengið yrði til kosninga nú en fylgið var 26,1% í síðustu könnun og 23,7% í síðustu kosningum til Alþingis.

Píratar auka fylgi sitt og ná yfir 5%-markið. Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar heldur, fer úr 11,4 í 10,9% og Samfylkingin er með 12,6% en flokkurinn fékk tæp 30% í síðustu kosningum. VG fengi 8,8% ef gengið yrði til kosninga nú.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim